Saturday, October 31, 2009

HALLOWEEEEEEEEEEEN!



















Jæja þá er hrekkjavökukvöld að nálgast endalokin, við Þorleifur lognuðumst bæði útaf með litlu vampírunni eftir gríðarlegt nammiát og talsvert af myndatökum.

-Það var fullt túngl og göturnar morandi í skuggalegum verum. Við eitt húsið sátu norn draugur og beinagrind fyrir framan eldinn með nammikörfu, Flóki horfði á ungann mann ganga upp að þeim og öskra ógurlega og varð mjög hrifinn. Hann ákvað að gera slíkt hið sama, setti uppí sig vígtennurnar, breiddi úr skikkjunni og gekk inn um hliðið stoppaði skammt frá þeim og gaf frá sér brjálæðislegt öskur svo að drauginum, beinagrindinni og norninni krossbrá, en ekki síður honum sjálfum, hann hafði komið sjálfum sér svo á óvart með því að framkvæma atriðið að hann gleymdi að spyrja "trick or treat" heldur hljóp beinustuleið til baka til mömmu sinnar. Og neitaði svo að fara til baka!!

Hann endist svo ekki nema tuttugu mínútur í viðbót, örmagna af troðnum gangstéttum og undarlegum skuggaverum, við skyldum við samferðafólk okkar, foreldra Declans bekkjarbróður Flóka sem voru nokkuð hrifin af skynsemi litlu vampírunnar.
veit nú ekki hversu mikil skynsemi lá þar að baki þó!

No comments:

Post a Comment