Jæja þá mín kæru.
Hér hefur ýmislegt gerst síðan síðast, ég er búin að vera netlaus svo lengi að ég hef ekkert getað uppfrætt ykkur, ég er reyndar líka búin að vera alveg brjálæðislega upptekin við það að byggja og hlúa að heimilinu mínu á Clark Street. Mamma greyið er alveg orðin úrvinda afþví að vera hérna, hún er náttúrulega alltof dugleg, og alltaf eitthvað að bardúsa og gera. Við erum búin að sexkannta saman nærri heila búslóð þannig að engann þarf að undra þó að þumlarnir séu aðeins farnir að gefa sig. Í gærkvöldi ákvað ég að rigga saman næst síðasta Ikea hlutnum, risastórri og voða-fínni hvítlakkaðri kommóðu, ég hafði byrjað á henni daginn áður og var nærri hálfnuð. Allavega þá ákvað ég að halda áfram þegar ég hafði svæft Flóka í gærkvöldi, ég kom fram og rétt leit á leiðbeiningabæklinginn, sá að næsta skref var að negla bakhliðina fasta svo ég skellti kommóðunni á magann og skutlaði bakhliðinni ofaná. Svo tók ég mig til og negldi hana fasta, vel og rækilega, ég vildi nú ekki að bakhliðin færi eitthvað að losna af eins og vill svo gjarnan gerast. Nú svo rétti ég kommóðuna við aftur og stóð þarna yfir henni með stollt á vör þegar ég, mér til mikillar skelfingar áttaði mig á því að ég hafði neglt helv.. bakið fast við frammhliðina á kommóðunni!
Kommóðan stendur óhreyfð á stofugólfinu, ég þori ekki að losa bakið af ég er svo hrædd við sýnina sem býður þar undir. (ef einhver hefur lennt í svipuðu klúðri þá eru góð ráð vel þegin!)
Ég sit hérna á ótrúlega skemmtilegu kaffihúsi þar sem tónlistamenn geta skráð sig á stóra krítartöflu uppá vegg og performerar eins og þeim sýnist. Hér er píanó, gítar og rafmagnsgítar og míkrófónn. Þetta augnablikið situr ung dama við píanóið og æfir sig. í gær var galvaskur chet baker spilari við stellið.. Alveg frábær staður.
En hvað er nú að frétta af ykkur öllum, þið verðið bara að halda áfram að kommentera á facebókina mína ég kann ekki að laga þetta komment rugl!
Ég þarf bráðum að sækja Flóka í skólann og gefa honum hádegismat og athuga hvort amman sé heil á húfi heima. Svo ætla ég að demba mér í kommóðuruglið og reyna að redda þessu.
ástarkveðjur og sakn
Anna Rún
Tuesday, September 1, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
ég get kommentað !! ég er snillingur- og þú líka og náttúrulega Flóki og mamma þín líka. obboslega áttu nú góða mömmu og yndislegan son vonandi að hann líka nýji skólinn. Sé hann í anda í stóru peysunni með stóru töskuna í stóra landinu þar sem fólk talar skrítið. Hlakka til að sjá myndir
ReplyDeleteknús frá gunnhildi kommentara
ég myndi svo reyna að fara með kommóðuna þína aftur í IKEA og skila henni af því að hún er eitthvað skrítin
MÚHAHAHAHAHA
ReplyDeleteVá mér þykir þú nú dugleg að mennta þig fjarri öllu sem heitir Íslenskt og mamma þín er nottlega hörkukvendi - þú átt ekki langt að sækja dugnaðinn amk ;o) ... þú getur þó huggað þig við að sænska IKEA stendur manni alltaf nærri ...... Skemmtilegt og ég ætla að fylgjast með þér í langtíburtistan :)
ReplyDeleteÉg er sammála Gunnsu með það að fara bara og fá nýja ..... múhahhaha þeir myndu lengi vel hlæja að ljóshærðu listastelpunni sem kunni ekki að setja saman kommóðu með leiðbeiningum fyrir fimm ára :o) En já svipað kom fyrir mig einu sinni og ég þurfti bara að bíta í súrt og horfa á vanskapnaðinn sem ég hafði sett saman...eftir árið held ég að Góði hirðirinn hafi gefið kommóðuna sveimér þá :o)
GANGI þér vel og til lukku með þetta allt saman....skemmtileg þessi ferðablogg :o)
KnÚS Unnur Magna