Jæja elskurnar..
Hér kemur einn örstuttur á meðan ég bíð.
Ég sit hérna á yndislegu kaffihúsi við hliðina á skólanum hans Flóka, það var fyrsti skóladagurinn hanns í gær, ég var svo stollt að ég nánast sprakk, drengurinn bara gekk inn til allra barnanna og fékk sér sæti í hring á gólfinu. Pínulítill í alltofstórri rauðri hettupeysu með Barbakær utaná og skólatösku sem er hlutfallslega ca 1/3 af líkamsstærðinni hanns! búhúhúhú.. nei djók..hehehe
Hann var reyndar með smá snúð í morgun en þá setti mamman bara galdrakúlu utanum hann og hann gekk galvaskur inn í skólann!
Annars erum við í óða önn að púsla saman Ikea húsgögnum og þrífa nýju fínu íbúðina okkar, sem er algjörlega yndisleg.. Ég hlakka svo til að sýna ykkur myndir, en diskadrifið í tölvunni minni er orðið ónýtt þannig að ég get ekki downloadað disknum til að setja myndir af nýju fínu myndavélinni minni inn í tölvuna!!! týpískt! hahahaha
Við fórum í massífan innkaupa leiðangur í vikunni, við keyptum:
Tvö King size rúm á ofurtilboðið
Æðislega koju handa Flóka, bláa og risastóra þannig að Konni og Snorri geta lúllað uppí hjá honum saman á sama tíma.. Svo er leiksvæði undir
Ótrúlega flottan sófa sem var of stór fyrir hurðina og þurfti að fara aftur í Ikea,, búhúú
Kommóðu
Dótahirslur
og óteljandi litla hluti..
Það var einhvernvegin svo traustvekjandi að koma inn í Ikea að ég keypti alveg brjálæðislega mikið af dóti..
En nú þarf ég að rjúka.. og sækja snúðinn minn.
ást og knús
ar
Friday, August 28, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hæ hæ elsku Anna Rún, yndislegt að lesa að allt sé að detta í rútínu hjá ykkur og þið komin með íbúð. Ég veit sko alveg hvernig tilfinning þetta er að fara svona út, getur verið pínu yfirþyrmandi á köflum en algjörlega þess virði.
ReplyDeleteSvo þekki ég líka Ikea tilfinninguna vel. Stundum þegar ég er með heimþrá vil ég bara keyra í Ikea, fá mér kjötbollur, kaupa salt lakkrís og versla kunnuglega hluti.
Gangi ykkur súpervel með framhaldið og ég get fullvissað þig um það að Flóki á endlaust eftir að koma mömmu sinni á óvart í þessu ævintýri ykkar.
Bestu kveðjur
Hildur Björk og fjölsk.