Jæjjja
þá er komið að því, fyrsti almennilegi ferðapósturinn er að setjast á blað, við erum s.s. komin til Montreal og meira að segja fyrir tveim dögum síðan!
Ég, mamma og Flókos lentum hér í Montreal eftir 9 tíma ferðalag frá Íslandi aðfaranótt fimmtudagsins 13. ágúst. Það voru reyndar ekki nema 6 og 1/2 tími í loftinu, restinni var eytt í útlendingaeftirlitinu í Toronto þar sem við Flóki vorum skoðuð vel og rækilega og síðan stimpluð í bak og fyrir. Við vorum komin í hús um klukkan 11 á Montrealískum tíma þegar allar íslensku kindurnar sváfu sínu blíðasta, enda ísland 4 tímum á undan.
Flóki stóð sig eins og hetja á ferðalaginu og kom ekki dúr á auga fyrr en hann settist inn í leigubílinn í Montreal þá steinsofnaði hann á furðulega stuttum tíma, handviss um það að vera komin á réttan stað.
Í íbúðinni sem við leigðum tók á móti okkur mjög næs fólk, hún er kvikmyndagerðakona og hann tónleikagiggari, þau buðu upp á bjór og skemmtilegt spjall sem dugði þó skammt því við mamma vorum úrvinda eftir ferðalagið.
Eftir alveg hreint með ólíkindum þægilegan aðdraganda að þessum búferlafluttningum, sem ég get með sanni státað mig af því ég var með eindæmum róleg og yfirveguð í aðdragandanum, þá kom loks að því að frökenin varð vör við pínkulítið stress í mallanum!!! A.m.k. vaknaði ég með magakveisu klukkan 5 um morguninn með meðfylgjandi efasemdum og fleiru, það var ekki laust við að það slægu niður hugsunum á borð við "hvað í ósköpunum er ég að gera hérna" eða "hvað er ég að pæla að vera að flytja í borg sem ég þekki ekki baun og það til þriggja ára" ég var að jafna mig framundir hádegi!
Ég gæti reyndar reynt að kenna kartöfluvefjunni um borð í Flugleiða-vélinni um kveisunna, ég veit þó ekki hversu sannfærandi það væri!
Fyrsti dagurinn fór því eðlilega í rúmlegu framundir hádegi og svo rólegheita rölt um hverfið með fólkinu sem við leigjum hjá, þau sýndu okkur allt það helsta m.a. rólóvöll sem er hægt að sturta sig í í gosbrunnum! Flóka fannst það -pínu- skemmtilegt!
Um miðjan dag var komin allt annað hljóð í strokkinn, mér lýst nefnilega svo ansi vel á mig hérna. Borgin er á einhvern hátt mjög ólík öllum öðrum borgum sem ég hef kynnst, en það er samt of fljótt fyrir mig að gefa út frekari analísur um þá tilfinningu, held áfram með það síðar.
Í dag fórum við Flóki og amma Alla niður í bæ, við kíktum á skólann minn Concordia, röltum svo um aðalverslunargötuna St-kathrin, fórum í sund í YMCA eins og í: http://www.youtube.com/watch?v=CS9OO0S5w2k, kvkogm eru með æðislegar laugar út um alla borg, við Flóki skemmtum okkur konunglega í mallkaldri lauginni á meðan ammaAlla sat í óþægilegum stól á bakkanum og las í bók.
Ég álpaðist svo inn í barnabúð áðan þegar ég var á leiðinni í súpermarkaðinn að kaupa í laxapastað, búðin var ansi kunnugleg enda með svipaðann varning til sölu og fæst hjá Sigrúnu í Börnum náttúrunnar, og hér rétt eins og heima þá var eigandinn með beinan naflastreng í Waldorf kúltúrinn hér í bæ,,, ég er því komin með númer hjá Mary sem er með heimaleikskóla að waldorfískum sið hér í næstu götu við mig,, ég ætla að hringja í hana á mánudaginn og kíkja í heimsókn.. Leikskóli fyrir flóka og íbúð til að búa í eru sem sagt aðal áhugamálið þessa dagana..
já svona er nú það. Ég lofa að vera ljóðrænni og dýpri í næstu ferðasögu, ég er of þreytt og of mikið á nýlent á nýjann stað akkúrat núna til að nýta hæfileikana til fulls...
ást og knús á ykkur öll
ar
Friday, August 14, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Velkomin elsku Anna!
ReplyDeleteHvar eruð þið stödd í bænum?
Kannski ég geti bent ykkur á eitthvað gott kaffihús eða álíka.
Ég sá að þú varst að pæla í jóga og vildi láta þig vita að í skólanum er heilsuræktarstöð og þar er hægt að fá mjög ódýra jógatíma sem Sherry bekkjarsystir okkar segir að séu hreint afbragð.
Ég er farin að hlakka svo til að sjá ykkur! og láttu vita ef það er eitthvað sem ég get hjálpað til með héðan mon cheri,
Stína
hæ elsku Anna Rún og Flókalingur, gott að heyra að ferðin gekk vel. Flóki á eftir að græða helling á þessu ævintýri ykkar- það er ég alveg handviss um. Gott að fá að fylgjast með ykkur- gangi ykkur ofsa ofsa vel, bið að heilsa mömmu þinni og heyri í þér þegar þú og Flóki eruð búin að taka inn landið betur og merkja hverfið ykkar. risaknús
ReplyDeletegunnhildurj