Friday, August 7, 2009

Lokasprettur íslenskrar tilveru (a.m.k. í bili)

Jæja, þá nálgast áður fjarlægur draumur um Montrealískt líf með list í haga, og það óðfluga. Ég áttaði mig á því í gær þegar ég sendi email út að ég gat sagt " I will be arriving in Montreal next week!!!" úlallalla..

Við Flókus eigum bókað far miðvikudaginn næsta í góðum félagsskap ömmu Öllu, hún ætlar að sjá til þess að dóttirin finni sér sómasamlega íbúð og vera drengnum innan handar meðan móðirin tapar áttum í Kanadískri búrókrasíu.. Hlakka reyndar mikið til að sjá hvernig skriffinskan gengur fyrir sig þarna, ég hef svo ægilega góða tilfinningu fyrir því að þetta sé gjörólíkt því sem ég hef áður reynt. í stúdentabæklingnum fyrir erlenda nemendur stendur "í Concordia eru 3000 erlendir nemendur, komdu endilega við hjá okkur sem fyrst eftir að þú lendir í borginni til að fá þér kaffisopa og spjalla við starfsfólkið. Við vonumst til þess að VERÐA ÞÍN ÖNNUR FJÖLSKYLDA!!! "
Betra verður það nú varla fyrir konu sem flyst einsömul til nýrrar heimssálfu með barnungann son sinn, þekkir engann og er jafnvel pínku stressuð yfir heila klabbinu!

En akkúrat í augnablikinu er ég að bíða eftir því að franska súkkulaði tertan skríði út úr ofninum, ég á nefnilega eftir að framkvæma hitt og þetta áður en ég flýg á vit ævintýranna. Það verður Flóka-afmæli á sunnudaginn fyrir vinina, og 40 manna fjölskyldu partí á mánudagskvöldið, sem ég á reyndar eftir að bjóða í!!! þriðjudagurinn fer í að arransera ofaní ferðatöskurnar, síðan ætla ég að fá mér smá rauðvín og fljúga svo eins og vindurinn með boeing-74eitthvað til Toronto, og þaðan áfram til Montreal.

Við erum búin að leigja margra herbergja höll í miðbænum af frú Zoe Brown, hún verður ásamt börnunum sínum þremur og eiginmanni í sumarbústað fram að mánaðarmótum og því tilvalið fyrir hana að fá nýtt líf í húsið á meðan..

Mín fyrstu verk verða að
* fara á stúdenta skrifstofuna, tilkynna mig og gera allt það sem mér verður sagt að gera þar.
* leita að íbúð sem hentar vel fyrir mig, Flóka og Siggu systur
* finna leiksskóla eins nálægt íbúðinni og mögulegt er (sökum kulda)
* rölta um borgina í góðu tómi, leyfa frönskunni að síast inn og meðtaka borgarskipulagið.
* fara strategískt í að kenna Flóka tungumál sem ég kann ekki sjálf
* skoða dýragarðinn, vatnsrennibrautargarðinn og alla aðra afþreyingu sem getur hjálpað Flóka að sættast við breytingarnar!
* finna jógasetur fyrir mig og karatekennslu fyrir Flóka.

mhh. ágætt að hafa þennan minnislista hérna inni, sjáum svo hversu nálægt skipulaginu ég verð eftir nokkra daga.
En þá er súkkulaðikakan komin úr egginu og ég örmagna eftir tilburði kvöldsins.

góðar stundir mín kæru.
a

1 comment:

  1. hæ flakka og flóki,
    gaman að fylgjast með, ég hugsa til þín anna rún
    g.

    ReplyDelete