Wednesday, August 19, 2009

Ég sit á æðislegu kaffihúsi, til móts við stóra glugga sem vísa út á götu, neonljós og appelsínugul bjalla húka á horninu, það er heitt úti og Phil Collins "all night long" er á blasti í græjunum!

Það er allt net dautt heima hjá okkur svo ég laumaði mér út á kaffihús (uppáhaldskaffihúsið hennar Stínu vinkonu), skyldi snúðinn minn og uppgefnu ömmuna bæði eftir heima fjarverandi að sinna störfum í öðrum víddum!

Þetta er nú meira ævintýrið sem við erum komin út í hérna,, það tók mig ca 4-5 daga að ná mér upp úr sjokkinu sem helltist yfir mig við komuna,, þegar ég áttaði mig skyndilega á því að ég var stödd í landi sem ég þekki ekki, í borg sem ég hef aldrei áður komið til, með 5 ára gamlan son minn, íbúðarlaus, leikskólalaus og vissi einhvernvegin ekki baun í bala. hahahahaha
En svo var náttúrulega engin þörf að örvænta því ég var jú búin að undirbúa okkur talsvert vel undir þetta og svo er fólk hérna alveg með eindæmum elskulegt og hjálplegt.
Nú er því svo komið að ég mun væntanlega skrifa undir leigusamning á gullfallegri íbúð á morgun á Rue Clark, á horninu á næstu götu er skólinn hans Flóka, ný vinkona okkar úr hverfinu hringdi í mig áðan og sagði að ég ætti endilega að fara á morgun og skrá hann í skólann sem byrjar í næstu viku og þau eru einmitt að leita að börnum til að fylla í aukabekk sem þau eru að stofna!
Beint fyrir utan skólann hans er svo stoppistöðin mín til að komast niður í bæ! Haldið að það sé... ....gæti bara ekki verið betra.
Íbúðin er frekar stór og ótrúlega falleg á efstu hæð í þríbýli, ég sendi ykkur myndir við fyrsta tækifæri.

Við þremenningarnir erum búin að plammpa út um alla borg síðustu daga, mamma kvartar sáran við mig því við gleymum alltaf að borða reglulega og einhvernvegin finnst henni það vera mér að kenna, skil ekki alveg afhverju!
En við erum s.s. búin að kynnast borginni þokkalega á þessu rambi, eða a.m.k. ég, það virðist ekki skila miklum árangri hjá mömmu þó!!! hehehe

Flókus maxímus stendur sig eins og hetja, hann er búin að fá mikla uppeldis útreið síðustu daga, enda langt síðan ég hef haft jafn mikinn tíma og svigrúm til að taka hann almennilega í gegn. Og ég held barasta að hann sé að breytast í draumaprins... hann brosir bara eins og engill og hlýðir mömmu sinni :)

Prinsinn eyddi lunganu úr deginum í það að eltast við íkorna út um alla garða, þeir eru jú líka einstaklega heillandi þessi litlu krútt.

En nú ætla ég að tía mig heim á leið.. þarf að vakna snemma til að taka útlendingakúrs í skólanum mínum!

góðar stundir
ar

No comments:

Post a Comment