Klukkan er ellefu um kvöld, ég var að hoppa úr sturtunni en svitinn lekur samt af mér, tók nettan tangó við mús í stofunni á leiðinni að tölvunni, náði henni ekki og er ekki lengur viss um að þetta hafi verið mús, gæti líka hafa verið náttfiðrildi sem ferðast um á fjórum fótum! humm.
Það er nú meira hvað það er skrítið að flytjast svona á milli landa. líkaminn er komin fyrir löngu en hugurinn og sálin eru búin að liggja í tætlum yfir atlandshafinu síðan ég kom, mér finnst ég rétt vera að ná helstu pörtunum til baka á sinn stað núna. Sara vinkona sagði alltaf að líkaminn væri kannski bara 6 tíma á milli landa en það tæki sálina allavega 4 daga. Ég held að það sé rétt hjá henni.
Ég er núna búin að eyða 4 dögum í að strolla um borgina, reyna að átta mig á skipulaginu, hverfaskipan, landfræðilegri afstöðu, kúltúr og aldri og mér finnst ég vera að öðlast pínulitla yfirsýn, ég er allavegana komin með helstu línurnar á hreint. Við fórum tvo daga í röð niður í elsta hluta Montreal sem er við höfnina, þar er allt morandi í túristum en staðurinn er töfrum líkastur. Ég vissi að ég var í Kanada í Norður Ameríku en mér leið nákvæmlega eins og ég væri í suður evrópu, Frakklandi eða jafnvel Spáni.
Sturlaða liðið með mikilmennskubrjálæðið sem kom hér að landi á 16 öld og slátraði öllu því sem fyrir var byggði auðvitað bara sömu hús og sömu borgir og það vara að flýja, nýja Frakkland varð endurgerð af gamla Frakklandi! En trúiði mér, staðurinn er verulega heillandi. Það er eitthvað magískt við þetta twist, að sitja í þeirri tilfinningu að þú sért í annarri heimsálfu en þú virkilega ert þar sem menningin er margfallt eldri en staðurinn sjálfur.
Í dag fórum við svo af stað í íbúðaleit. Mér til nokkurs ama eru nánast allar íbúðir í borginni útleigðar, en ég fann eina í dag rándýra en alveg eins og mig hafði dreymt um. Ég held sveimér að ég láti slag standa og treysti á guð og lukkuna að færa mér gjaldeyri í erlendri mynt til að geta staðið í skilum.
En mín kæru, lengri verður þessi pistill ekki í bili.
góðar stundir
&
guð blessi Ísland
ykkar einlæglega Anna Rún
Sunday, August 16, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Gott að vita af ykkur heilum þarna hinumegin! Eg býð í ofvæni eftir að verða einkabarn, bara Jón eftir! Vinn í að koma honum burt.
ReplyDeleteGaman að lesa pistlana þína og fylgjast með, ég mun lifa í íslenskum veruleika í vetur, en get lifað í sýndarveruleika í næstum öllum heimsálfum. Heyrði í dag í fréttunum að uþ.b. 1500 hefðu flúið land nú þegar, telst til að í nánustu famelíu minni séu það sex, mun hærra hlutfall sumsé en á landsvísu. Gott. Solldið hrædd um samt að ég verði þá einsog gömlu kallarnir í kaupfélaginu á Drangsnesi sem hímdu innan um grænar Orabaunir og gúmmískó. Hinir voru allir farnir, þeir með djörfung og dug sumsé.
Kossar á Flókmund, piltar af öllum stærðum biðja að heilsa! Sólveig