Sunday, August 23, 2009

Montreal fjórða bók

jæja kæra fólk, þá er loksins komið að stóru fréttunum;

Ég er komin með íbúð
(veeeeeeiiiii///roooooaaaar/klappklappklapp/húrrahúrrahúrra)

Ég þakka viðtökurnar, ég er sjálf mjög hrærð, gæti hreinlega ekki verið ánægðari. Íbúðin er dásamleg 7 og 1/2 eins og það er kallað hér á bæ, flokkast sem 5 herbergja með sér inngangi á þriðju og efstu hæð, björt og falleg.

Flókus maxímus fær sitt eigið herbergi með svölum, ég og Þorleifur fáum stórt tvöfalt herbergi og Sigga systir fær ótrúlega fallegt og stórt herbergi með skáp og rósettum!
Já svo er stofa og náttúrulega eldús með eldavél og ískáp (það er nefnilega ekki sjálfgefið hérna) og meira að segja stórum te/grill/sólbaðs-svölum, nú svo er baðherbergi með baðkari, klósetti og vaski, og jú þvottaherbergi með þvottavél og þurkara og miklu geymsluplássi og þriðju svölunum sem þjóna líka tilgangi brunaútgangs, og getiði hvað???

ÞAÐ ER GESTAHERBERGI!!!!

ég veit ég veit, þetta er ótrúlegt, alveg frábært,, já Signý mín, auðvitað geturðu komið með alla fjölskylduna,, og Solla og Jósi,, ekkert mál þið fáið sérherbergi, já og líka þið öll hin sem eruð í viðbragðsstöðu að panta ykkur miða til mín,,, nú er tíminn, grípið hausttilboðin og látið vaða!

En án gríns, þá er ég svakalega ánægð, það er þungu fargi að mér létt og þá get ég byrjað að einbeita mér að næstu verkefnum. Æi kannist þið ekki við svona ástand þegar maður er með rosalega rosalega rosalega margt frammundan og til þess að geta fúnkerað þarf maður að passa sig að hugsa bara um það sem er mest áríðandi akkúrat þá stundina, Elín vinkona kallar þetta salamí aðferðina! Með þessu áframhaldi líður brátt að því að ég fari að hugsa um myndlist..hmmm

Nú er bara að mubla sig upp, ég er þegar búin að fá svefnsófa og eldhúsborð gefið, við ætlum í alsherjar innkaupaleiðangur í einhverja góða verslun á næstu dögum, kaupa 3 rúm, sófa, hillur, fataslár og ýmislegt fleira..
það er nú ekki beinlínis gefins að standa í svona fluttningum,, en gaman er það, hverjum finnst ekki gaman að versla sér heila búslóð???

knús og kveðjur
ar

4 comments:

  1. Sæl mín kæra...mikið er gott að þú hafur fengið svona flotta íbúð!!! miðað við lýsinguna þá gæti ég trúað að íbúðin sem við búum í muni passa inn í tvöfalda herbergið þitt og bróður míns:) og við erum samt með gestaherbergi sjáðu til!! hér er líka þessi forláta rafmagnssturta sem ég er afar hrifin af, þvottavél sem ég þarf að þvo og skola og vinda meira og minna sjálf úr, skordýr af öllum tegundum og pottur sem eldar bara hrisgrjón...næst vel ég mér land sem er nær þeirri menningu sem ég þekki:D þetta er samt frábært og rúmlega það..hafðu það gott og hlakka til að sjá myndir
    kveðja Oddný

    ReplyDelete
  2. æðislegt til hamingju elsku Anna rún mín og flókalingur. Ég sé þetta í hyllingum hjá þér. Nú er bara að skrá sig á netklúbb flugleiða og fylgjast með tilboðum, ooh mig dauðlangar að koma til þín. knús ogkram til ykkar allra, Flóka og ömmu öllu
    gunnhildur

    ReplyDelete
  3. AWWWWW....þetta er æðiiiiiiiiiiiiii!! Til hamingju með þetta allt saman dúllubollan mín. Sakna þín mega mikið elsku besta. Snorri er alltaf að spyrja mig hvenær við flytjum til Kanada! Síðast í gær spurði hann mig að þessu og ég sagði að við ætluðum nú kannski ekki endilega að flytja þangað en ætlum bókað í heimsókn. Þá sagði hann svo sætt:"en af hverju ekki? er Anna Rún ekki besta vinkona þín? viltu ekki vera með henni?!
    xxxxxxxx

    knús og sakn frá klakanum (það er komið haust....hóst)

    Signý

    ReplyDelete
  4. ómægod! Þett hljómar stórkostlega dásamlega. Við höldum áfram að láta okkur dreyma....en sem komið er (;

    ReplyDelete